Samfélagið

Rammáætlun endurskoðuð, Arnar Páll á þöglu ströndinni, málfar og pistill frá Páli Líndal

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra stofnaði á dögunum starfshóp sem á endurskoða hlutverk rammaáætlunar - þess ferlis sem á meta heildrænt og með langtímahagsmuni leiðarljósi, hvað á vernda, hvað á virkja og hvað á skoða betur. Hópurinn á leggja fram tillögur einfaldara og skilvirkara regluverki og á grundvelli þeirra tillagna hyggst ráðherra leggja fram frumvarp nýjum lögum - Ekki síðar en á næsta löggjafarþingi. Í morgun fór fram málstofa þar sem fólk ræddi ólík sjónarmið, kosti en þó einkum galla rammaáætlunar, bæði stjórntækisins sjálfs og það hvernig því hefur verið beitt. Kolbeinn Óttarsson Proppé, ætlar ræða við okkur um rammaáætlun. Hann á sæti í starfshópnum.

Við símum til Tenerife. Þar er núna glampandi sól og 25 stiga hiti. Og í þessari ferðamannaparadís er Arnar Páll Hauksson, fyrrverandi fréttamaður hér á RÚV til áratuga og ritstjóri Spegilsins. Og hann situr ekki auðum höndum heldur starfar hann sem sjálfboðaliði og tekur þátt í stóru hreinsunarverkefni sem hann ætlar segja okkur betur frá.

Málfarsmínúta - orðið það.

Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, á sínum stað með pistil.

Tónlist:

DIONNE WARWICK - I'll Never Fall In Love Again.

RAGNHEIÐUR GRÖNDAL - Don't Wake Me Up.

Frumflutt

19. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,