• 00:02:39Staðan undir Svartsengi
  • 00:25:33Heimsókn í skólphreinsistöð við Klettagarða
  • 00:49:19Umhverfispistill Stefáns Gíslasonar

Samfélagið

Staðan við Svartsengi, heimsókn í skólphreinsistöð, umhverfispistill

Veðurstofan birti í gær uppfært stöðumat vegna jarðhræringanna við Svartsengi og Grindavík og þar kemur fram nýr kafli hefjast í þeirri atburðarás með auknum líkum á nýju kvikuhlaupi. Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, er vakin og sofin yfir þessu öllu ásamt hópi vísindamanna, með línurit og gröf fyrir augunum daginn út og inn.

Kröfur um skólphreinsun verða stórhertar á næstunni - tæknilegustu skólphreinsistöðvar á Íslandi uppfylla varla kröfur um eins þreps hreinsun, og bráðum verður farið fram á fjögurra þrepa hreinsun. Við heimsækjum hreinsistöð Veitna við Klettagarða í Reykjavík og ræðum fráveitumálin í víðu samhengi, meðal annars gullfiska, fituhnykla og plast, við Jón Trausta Kárason, forstöðumann vatns og fráveitu hjá Veitum.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flytur okkur umhverfispistil.

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,