Samfélagið

Raddheyrarar, börn foreldra með geðræn vandamál og koffínneysla unglinga

Hearing Voices eru Landssamtök fyrir öll sem heyra raddir, sjá sýnir eða hafa aðrar óhefðbundar upplifanir og áhugafólk. Grétar Björnsson félagsfræðingur og starfsmaður hjá Hugarafli og Rakel Björk Haraldsdóttir sem hefur reynslu af því heyra raddir - koma til okkar og segja okkur nánar frá samtökunum. og hvað það er heyra raddir?

Eitt af hverjum fimm börnum elst upp hjá foreldri með geðrænan vanda og það skiptir miklu máli fyrir barn, sem á foreldri með geðsjúkdóm, hafa einhvern í nærumhverfi sem styður við það. Samfélagið hitti Sigríði Gísladóttur, framkvæmdastjóra samtakanna Okkar heimur, og fékk fræðast um samtökin og stöðu þeirra barna sem alast upp við þessar aðstæður.

Matarvenjur sem myndast í æsku fylgja oft einstaklingum út lífið og geta haft á langtímaheilsu. Hvað vitum við t.d. um áhrif koffíns á heilsu ungmenna? Fyrsti fundur í fundaröðinni Heilsan okkar fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins á föstudaginn klukkan hálf tólf. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands ætlar segja okkur frá Koffín neyslu, fæðuvali og svefni unglinga.

Tónlist þáttarins:

LAUFEY - Street by street.

KK OG MAGNÚS EIRÍKSSON - Sestu Hérna Hjá Mér Ástin Mín.

Frumflutt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,