Samfélagið

Loðnuleiðangur Hafró og New European Bauhaus

Fimm skip taka þátt í rannsóknarleiðangri Hafrannsóknastofnunar í næstu viku. Í honum á kanna stöðu loðnustofnsins sem heldur til fyrir norðan landið þessa dagana. Niðurstöður verða nýttar til veita ráðgjöf um hve mikla loðnu verður heimilt veiða í ár. Loðnan er verðmætur fiskur og ríkir spenna fyrir niðurstöðunum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talar við Guðmund J. Óskarsson sviðsstjóra hjá Hafró um leiðangurinn og loðnuna sjálfa, sem er nokkuð frábrugðin öðrum fisktegundum sem við Íslendingar veiðum.

New European Bauhaus er verkefni á vegum Evrópusambandsins þar sem markmiðið er gera búsetuumhverfi borga og bæja sjálfbærara, fallegra og aðgengilegra. Hér á Íslandi eru byggingar og verkefni sem eru sagðar í anda New European Bauhaus, og sumir vonast jafnvel til þess verkefnið geti lagað þau vandamál sem við erum glíma við hér á Íslandi. En hvað er New European Bauhaus? Í dag fáum við til okkar tvo gesti frá félagssamtökunum Grænni byggð sem taka þátt í verkefni sem tengist New European Bauhaus á Norðurslóðum til ræða þetta nánar. Það eru þær Katarzyna Jagodzinska framkvæmdastjóri og Elín Þórólfsdóttir stjórnarformaður Grænni byggðar.

Tónlist:

Bergman, Natalie - Shine Your Light On Me.

Moses Hightower - Búum til börn.

Parton, Dolly - These old bones.

Girl in Red - Hemingway

Frumflutt

16. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,