Endurheimt votlendis, ný löggjöf um gervigreind og sjálfboðaliðar kenna íslensku
Verkefnið Peatland lifeline snýr að endurheimt votlendis og stuðningi við líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið er styrkt af LIFE sjóðnum og Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir það. Verkefnið hófst formlega fyrir mánuði síðan og er eitt umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskólinn hefur stýrt. Jóhanna Gísladóttir, lektor, kom til okkar og sagði okkur frá þessu áhugaverða verkefni.
Hver ætlar að stýra gervigreindinni? Þessi spurning hefur oft ratað á borð löggjafa um heim allan, en nú hefur Kalifornía samþykkt lagafrumvarp um aukið gagnsæi og ábyrgð hjá stórum tæknifyrirtækjum sem þróa gervigreind. Eyrún Magnúsdóttir, gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kom og ræddi þessa löggjöf.
Rauði krossinn býður flóttafólki upp á ýmis verkefni til stuðnings íslenskunámi þeirra víða um land. Í Árskógum hefur í fjögur ár verið boðið upp á hópkennslustundir sem leiddar eru af reyndum kennurum í sjálfboðaliðastarfi. Samfélagið fékk að fylgjast með kennslustund og fá að heyra meira um starfið.
Tónlist þáttarins:
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill Fugl.
EDDIE VEDDER - Society.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON - Orðin mín
Frumflutt
2. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.