Samfélagið

Réttað yfir Trump, litarefni í mat og umhverfispistill

Við ætlum forvitnast um réttarhöld sem fara fram yfir Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og aftur forsetaframbjóðanda. Málið snýst um greiðslur til klámmyndaleikkonunnar sem kallar sig sig Stormy Daniels sem voru greiddar til tryggja hún segði ekki opinberlega frá sambandi sínu við forsetann fyrrverandi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Og hvaðan greiðslurnar komu þegar upp var staðið. Við tölum um þetta mál við Friðjón R. Friðjónsson sem er sérstakur áhugamaður um bandarísk stjórnmál og hefur fylgst grannt með.

Svo ræðum við neytendamál við Bryndísi Pétursdóttur framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Umfjöllunarefnið er forsíðuefni nýjasta tölublaðs Neytendablaðsins þar sem fjallað er um litarefni í matvælum sem sum geta verið óholl - sérstaklega börnum.

Við fáum svo umhverfispistil í lok þáttar frá Esther Jónsdóttur hjá Ungum umhverfissinnum.

Frumflutt

16. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,