Samfélagið

Framtíðin, Akureyrarveikin og köld böð

Á árunum 1948-1949 braust út veirufaraldur á Akureyri. Fjöldi fólks veiktist og sum hafa glímt við eftirköst veikinnar, sem jafnan er kölluð Akureyrarveikin, alla ævi. Ýmsum spurningum er enn ósvarað um þennan dularfulla faraldur. Óskar Þór Halldórsson, hefur undanfarin ár grúskað í sögu Akureyrarveikinnar og rætt við hátt í sjötíu manns sem annað hvort veiktust eða þekktu einhvern sem veiktist.

Við höldum áfram með viðtalsröð okkar sem hverfist um framtíðir og framtíðarsýnir, í samvinnu við Borgarbókasafnið. Hvernig ímyndum við okkur heimili framtíðarinnar? Og hvernig getum við byggt hús sem hægt er aðlaga mismunandi fólki, mismunandi þörfum, aðstæðum og umhverfum. Marjolein Overtoom, hefur lengi velt þessum spurningum fyrir sér, og gerði þessi mál viðfangi doktorsverkefnis sem hún kláraði nýlega. Og doktorsverkefið var einmitt grunnur viðburði sem hún hélt á framtíðarfestivali borgarbókasafsins, þar sem þátttakendur hönnuðu hús á nýstárlegan hátt.

Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, fræðir okkur um köld böð í lok þáttar.

Tónlist í þættinum:

IGGY POP - La Vie en rose.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Sharon Van Etten - Everytime the sun comes up

Frumflutt

5. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,