Stúlkur í knattspyrnu, hringborð norðurslóða og læsi kvenna
144 stúlkur frá tíu knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni SKORA sem Sigurður Skúli Benediktsson, aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, stóð fyrir ásamt fleirum. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna tengsl á milli getuskiptingar og ánægju á meðal íslenskra 12 ára stúlkna í knattspyrnu. Við ræðum niðurstöður rannsóknarinnar við Sigurð Skúla.
Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, er haldið í Hörpu 16-18 október. Innrás Rússa í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á starf Heimskautsráðsins og hefur gert það að verkum að Arctic Circle er orðinn mikilvægur alþjóðlegur vettvangur til að ræða framtíð Norðurslóða. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ætlar að segja okkur frá starfi Arctic Circle í síbreytilegum heimi.
Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins Læsi á stöðu og baráttu kvenna í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með lestur, samveru og bókmenntir í forgrunni. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Hólmfríður María Bjarnadóttir, sérfræðingur á Borgarbókasafninu settust niður með Ástrós Signýjardóttur og ræddu við hana um stöðu jafnréttisbaráttunnar og fjölbreytta dagskrá á bókasöfnum landsins á næstu vikum.
Tónlist í þætti:
Álfablokkin - KK Band
A Little Grim - Ólöf Arnalds
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir
Frumflutt
14. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.