Hönnun hraunvarnargarða, Áhrif Trumps á loftslagið, Ekki í mínum bakgarði
Við byrjum þáttinn á hönnun Hraunvarnargarða. Síðasta föstudag mættum við á uppskeruhátíð tækni- og tölvufólks á Íslandi, UTmessuna í Hörpu. Þar hittum við Hörn Hrafnsdóttur, sérfræðing í straum- og vatnafræði hjá Verkís og ræddum um hönnun hraunvarnargarða við Svartsengi og Grindavík, og hvernig fagið hraunvarnargarðahönnun hefur þróast á síðustu árum.
Halldór Björnsson, fer yfir stöðu og horfur í loftslagsmálum í loftslagsspjallinu - við ræðum sérstaklega áhrif nýs Bandaríkjaforseta Donalds Trumps á framgang loftslagsaðgerða á heimsvísu - en eitt af fyrstu verkum Trumps í embætti var að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu.
Páll Líndal, umhverfissálfræðingur flytur okkur pistil um þéttingu byggðar og það sem fólk vill ekki hafa í bakgarðinum hjá sér.
En við byrjum á hraunvarnargörðum á UTmessunni.
Tónlist í þættinum:
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
JONI MITCHELL - Big yellow taxi
THE BEATLES - There´s a place
Frumflutt
11. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.