Stúdíó Síló á Stöðvarfirði, óæskileg fjarskipti og meira um Rosalind Franklin
Í dag fjöllum við um hvernig ódýr raftæki sem keypt eru á netverslunum geta spillt síma- og netsambandi og jafnvel valdið sambandsleysi. Við rifjum líka eitt helsta dramamál sameindalíffræðinnar, sem tengist meðal annars vísindakonunni Rosalind Franklin. En við byrjum á þessu: Á Stöðvarfirði á Austufjörðum, í húsakynnum Sköpunarmiðstöðvarinnar, sem áður var fiskvinnsla þorpsins, er rekið eitt áhugaverðasta hljóðver landsins. Stúdíó Síló. Ég þar leið hjá nýverið og fékk að kíkja í heimsókn – og fékk í kjölfarið Vinny Wood, sem rekur stúdíó Síló, í viðtal til að segja mér meira frá hljóðverinu og hvernig það er að halda úti stúdíói í litlu þorpi á Austfjörðum, þar sem ekki einu sinni er matvöruverslun. Við byrjum þar.
Tónlist úr þættinum:
BSÍ - Þar ert þú<33.
Frumflutt
26. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.