Samfélagið

Íslenskir frumkvöðlar, falin skýrsla í Þjóðskjalasafninu og dans fyrir alla í Danslistarskóla JSB

Hlutverk KLAK er stækka og styðja við samfélag frumkvöðla á Íslandi með það markmiði fjölga sprotafyrirtækjum. Nýverið lauk Startup Supernova verkefninu, sem leitast við byggja upp viðskiptalausnir fyrir alþjóðamarkað. Haraldur Bergvinsson og Freyr Friðfinnsson, starfsmenn KLAK, kíkja til okkar.

Svo bregðum við okkur í heimsókn í Þjóðskjalasafnið. Í dag ætlum við heyra um skýrslu sem var afhent forsætisráðherra í október 1939. Efni skýrslunnar er kynnisferð þáverandi flugmálaráðunauts til Danmerkur og Þýskalands það sama ár, og tillögur hans varðandi lögreglumál. Skýrslunni var hinsvegar stungið undir stól og við fáum heyra allt um hvers vegna hér á eftir.

Jassballett fyrir fötluð börn er nám sem er kennt í Danslistarskóla JSB í Lágmúlanum. Tímarnir hafa verið í boði í á þriðja vetur og hafa gefist vel. Dansgleði og hreyfifærni barnanna er virkjuð í gegnum leik og dans og nemendurnir taka þátt í stórum sýningum í Borgarleikhúsinu í lok skólaársins. Lilja Helgadóttir, danskennari, segir okkur frá náminu.

Tónlist þáttarins:

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Þú ert þar (ásamt Sigríði Thorlacius).

NÝDÖNSK - Flugvélar.

THE MAMAS AND THE PAPAS - California Dreamin.

Frumflutt

29. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,