Samfélagið

Framtíðin gerð upp, tækifæri fólks með fötlun til menntunar, þéttbýli

Í dag gerum við upp viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir, sem lauk í síðustu viku og hafði staðið yfir í rúmar fjórar vikur. Í þessum viðtölum könnuðum við framtíðarvonir fólks sem tók þátt í framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins, sem var haldið í lok janúar, en þær Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Karólína Daniel, verkefnastjórar á Borgarbókasafninu, koma til okkar til gera upp festivalið og viðtölin sem við tókum í kringum það.

Við ætlum fjalla um möguleika fólks með fötlun til afla sér menntunar. Nýlega fór af stað atvinnumiðað nám ætlað fötluðum hjá öllum símenntunarmiðstöðvum á landinu. Hjá símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símey, útskrifuðust sex nemendur á síðustu önn og samtals útskrifuðust 56 á landsvísu. Við spjöllum við Jennýju Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Símey, og Daníel Smára Bjarnason, sem er nýlega útskrifaður af námskeiðinu og starfar hjá Fagkaupum.

Hátt í 60% íbúa jarðar búa í þéttbýli og útlit er fyrir hlutfallið hækki ört á næstu árum. Þá ver fólk á Vesturlöndum nær öllum sínum tíma innandyra. Páll Líndal, umhverfissálfræðingur, fjallar um þetta í pistli dagsins.

Frumflutt

18. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,