Skipulagsmál: Gæði í hinu byggða umhverfi og ný íbúðahverfi, og umhverfismerktar vörur.
Skipulagsmál verða í forgrunni í fyrri hluta þáttarins í dag. Skipulagsdagurinn stendur nú yfir á vegum skipulagsstofnunar og sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem umhverfið sem við sköpum okkur sjálf er til umræðu út frá ýmsum sjónarhornum. Við heyrum hugleiðingar Magneu Guðmundsdóttur arkitekts um gæði í hinu byggða umhverfi. Henni þykir vanta að umræða um skipulagsmál fari meira á dýptina, og að við áttum okkur á hvað það er sem skiptir raunverulega máli til að umhverfi okkar stuðli að vellíðan og farsæld.
ÁST: Og gæði í skipulagsmálum verða enn til umfjöllunar þegar Ásdís Hlökk Theódórsdóttir skipulagsfræðingur ræðir við okkur um ný íbúðarhverfi. Ásdís Hlökk hefur tekið fyrir 23 ný íbúðahverfi um allt land og greint hvort og þá hver þeirra séu að reynast vel og uppfylli það sem þarf til að til að geta talist góð hverfi.
Umhverfismerktar vörur og verðlag þeirra verður til umræðu í pistli Stefáns Gíslasonar við lok þáttar.
Umsjón þáttar: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist í þættinum:
HJÁLMAR: Aðeins eitt kyn
HJÁLMAR OG HELGI BJÖRNS: Húsið og ég
STEVE MILLER BAND: Abracadabra
KALEO: All the pretty girls
Frumflutt
23. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.