Gallar í nýbyggingum, tilfinningavinna fangavarða og hamfaraáætlanir íslenskra heimila
Þjóðarspegillinn fer nú fram í Háskóla Íslands og í þætti dagsins ætlum við að ræða við fyrirlesara þriggja erinda.
Byggingargallar hafa lengi verið til umræðu á Íslandi. Í nýrri rannsókn er lagt mat á eðli og umfang galla í nýbyggðum fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu og hvernig ábyrgðar- og eftirlitskerfi virka í framkvæmd. Frumniðurstöður benda til að núverandi ábyrgðar- og eftirlitskerfi nýbygginga virkar ekki sem skyldi. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, ætlar að segja okkur allt um þetta.
Að huga að andlegri heilsu á vinnustöðum þar sem andlegt álag er mikið skiptir verulegu máli, ekki aðeins fyrir vellíðan starfsmanna heldur einnig fyrir árangur og starfshæfni stofnunarinnar í heild. Laufey Sif Ingólfsdóttir ætlar að segja okkur frá rannsókn sinni á tilfinningavinnu fangavarða á Íslandi. Sérstök áhersla var lögð á að skoða hvernig starfið hefur áhrif á andlega líðan, faglega sjálfsmynd og viðbrögð við álagi, auk þess að greina hvaða úrræði og stuðning fangaverðir hafa til að mæta krefjandi aðstæðum.
Eru íslensk heimili undirbúin fyrir hamfarir? er heiti erindis sem Guðný Björk Eydal og Ragnheiður Hergeirsdóttir eru með. Þær segja frá niðurstöðum þriggja kannanna þar sem spurt var hvernig heimilisfólk hagar sínum viðbúnaði. Guðný og Ragnheiður koma í lok þáttar og deila með okkur helstu niðurstöðum.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
EMILÍANA TORRINI - Animal Games.
LENNY KRAVITZ - 5 More Days 'Til Summer.
PAUL SIMON - You Can Call Me Al.
Frumflutt
31. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.