Samfélagið

Hátíðarvandi, eldsvoði á COP30 og svellið á Ingólfstorgi

Hátíðirnar geta verið tími gleði og eftirvæntingar fyrir mörg en fyrir önnur getur tíðin verið uppspretta streitu og álags. Hilja Guðmundsdóttir frá Mental ráðgjöf ætlar kíkja til okkar í upphafi þáttar og spjalla við okkur um hvers vegna hátíðirnar geta kallað fram aukið álag og vanlíðan hjá mörgum og hvernig slíkt birtist. Hilja gefur okkur einnig góð ráð til draga úr streitu og bæta líðan.

Laura Sólveig Lefort Scheefer, formaður ungra umhverfissinna, og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, eru í Belém í Brasilíu á COP30-loftslagsráðstefnunni. Þær hafa fært okkur reglulega pistla um framgang mála á þessum stærsta loftslagsviðburði heims síðustu vikur og þar er af nógu taka í dag segir Laura Sólveig okkur frá kapphlaupinu lokadrögum ráðstefnunnar og eldsvoða sem varð á ráðstefnusvæðinu í gær.

Ljósadýrð og gleði verður í fyrirrúmi við Ingólfstorg líkt og síðustu ár í aðdraganda jólanna en Novasvellið mun opna í ellefta sinn í miðborginni í kvöld. Skautasvellið er löngu orðið ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna og er opið jólabörnum á öllum aldri alla aðventuna. Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova, ætlar í lok þáttar segja okkur allt um dagskrána á Ingólfstorgi í Desember.

Frumflutt

21. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,