Samfélagið

Áhrif botnvörpuveiða, börn með matvendni og nýjar rannsóknir á krabbameinsstofnfrumum

Í heimildarmynd Davids Attenboroughs um hafið er mikið fjallað um möguleika þess til milda áhrif loftslagsvandans - en slæm meðferð á hafinu og einkum hafsbotninum getur aukið á vandann. Botnvörpuveiðar valda raski á hafsbotni og þetta rask veldur losun gróðurhúsalofttegunda. En hversu mikil er þessi losun? Er fiskur kannski ekki jafn loftslagsvæn fæða og talið var? Þessu eiga vísindamenn erfitt með svara.

Matarvenjur fólks eru margbreytilegar eftir heimsálfum, menningu og siðum í landi hverju. Mismunandi er hvaða matar kröfur eru gerðar til barna eftir því hvar þau búa í heiminum og hvað foreldrar ætlast til þau borði. Margir uppalendur hafa áhyggjur af matarvenjum barna sinna, hvort einhverjar fæðutegundir skorti í mataræðið eða ef börnin eiga erfitt með samþykkja nýjar fæðutegundir. Samfélagið kíkti í heimsókn til Sigrúnar Þorsteinsdóttur, barnasálfræðings og fræddist um matvendni.

Í lok þáttar kom Edda Olgudóttir til okkar og segja okkur frá nýrri rannsókn á krabbameinsstofnfrumum.

Tónlist í þættinum:

EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.

THE RONETTES - Be My Baby.

SÍÐAN SKEIN SÓL - Ég Stend Á Skýi.

Frumflutt

17. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,