Samfélagið

Ákall félagsráðgjafa, opnun norður Íshafs og lyf við MS sjúkdómnum

Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífsgæða og samfélagslegrar þátttöku. Steinunn Bergmann, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands, verður gestur okkar í þætti dagsins. Félagsráðgjafar kalla eftir því fjármagni verði ráðstafað í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu.

Og við höldum áfram með umfjöllun um málefni Norðurslóða. Yfir 2.000 þátttakendur frá nær 70 löndum munu taka þátt í þingi Hringborðs Norðurslóða, sem hefst á morgun í Hörpu og stendur dagana 16.-18. október. Meðal þátttakenda eru ráðherrar og leiðtogar frá fjölmörgum löndum, stjórnendur vísindastofnana og alþjóðlegra fyrirtækja, auk fulltrúa loftslagssamtaka og frumbyggja á Norðurslóðum. Matthildur María Rafnsdóttir, samskiptastjóri Arctic Circle, ræðir við okkur um opnun siglingaleiðarinnar um norður íshaf.

Í sínu vikulega vísindaspjalli ætlar Edda Olgudóttir segja okkur frá lyfjarannsóknum fyrir MS sjúkdóminn.

Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Tónlist í þættinum:

MOSES HIGHTOWER - Suma daga

AMABADAMA - Týnda Kynslóðin

EIVÖR PÁLSDÓTTIR - Ég veit

Frumflutt

15. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,