Útivinna í frosthörkum, sjúklingar sem neytendur og merkileg músatilraun
Það er fimbulkuldi á höfuðborgarsvæðinu og fjöldi fólks vinnur úti allan daginn í frosthörkunum. Við förum í heimsókn á byggingasvæði í Kópavogi og ræðum við starfsmenn frá ýmsum löndum - það er mikilvægt að huga að örygginu, hálka og ísing víða, og þekkt að vinnuslys í byggingariðnaði eru mun algengari á veturna en á sumrin.
Neytendalögin gilda ekki um heilbrigðisþjónustu. Við heyrum í Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna um réttindi sjúklinga og meðferð kvartana vegna heilbrigðisþjónustu hér og í Finnlandi.
Edda Olgudóttir, vísindamiðlari, segir okkur frá tilraunum kínverskra vísindamanna til þess að geta músarunga með frumum úr tveimur karlkyns músum.
Tónlist:
Laura Marling - Ghosts.
THE BEATLES - Blackbird.
Frumflutt
29. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.