Samfélagið

Rasismi í garð Grænlendinga, umdeildar herstöðvar, loftslagsbreytingar á norðurslóðum

Kerfisbundinn rasismi Dana í garð Grænlendinga er ekki nýr af nálinni enda teygir nýlendusagan sig 300 ár aftur í tímann. Nýlega, mitt í Trump-fárinu og hneykslinu í kringum heimildamyndina um hvíta kreólít-gullið, birti danska ríkissjónvarpið grínþátt sem var kornið sem fyllti mælinn og fjöldi fólks mótmælti í Nuuk, forsætisráðherra landsins þar á meðal. Við fjöllum um rasisma í garð Grænlendinga og ræðum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins og núverandi framkvæmdastjóra sjálfbærni- og samskiptamála hjá Air Greenland.

Og svo lítum aðeins aftur í tímann og rifjum upp eldri umfjallanir Samfélagsins um Grænland. Loftslagsbreytingar og hreindýrabúskapur, deilur Grænlendinga og Bandaríkjamanna um herstöðina Thule, og ýmislegt fleira hefur verið til umfjöllunar á þessum vettvangi, og í dag fáum við heyra brot af því.

Frumflutt

14. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,