Skyndimótmæli við utanríkisráðuneytið, hlaup og erfðasjúkdómar
Stór hópur fólks kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og krafðist aðgerða í ljósi ólýsanlegra hörmunga á Gaza. Það er í sjálfu sér ekki nýtt – þessi mótmælahreyfing hefur verið öflug í rúmt eitt og hálft ár, en óhætt er að segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið þegar Sameinuðu þjóðirnar sögðu í gær að allt að 14 þúsund börn myndu svelta á Gaza ef neyðaraðstoð er ekki hleypt inn á svæðið. Þrýstingurinn á aðgerðir er að aukast og við fjöllum um það í dag – sem og mótmælin sem haldin voru í morgun.
Hlaup eru vinsæl íþrótt og sumarið er tíminn þar sem fleiri og fleiri hlauparar fara á stjá. En hvernig á maður að byrja? Ósk Gunnarsdóttir hlaupari byrjaði að hlaupa fyrir þremur árum síðan og gat þá ekki hlaupið einn kílómeter án þess að stoppa. Á dögunum tók hún þátt í Bakgarðshlaupinu og hljóp þar rúma 240 kílómetra. Hún segir hlaupin hafa bjargað geðheilsu sinni og ætlar að gefa þeim sem vilja byrja að hlaupa nokkur góð hlauparáð.
Að lokum kemur Edda Olgudóttir í heimsókn til okkar til að segja okkur frá því nýjasta úr heimi vísindanna.
Tónlist í þættinum:
FONTAINES D.C. - Skinty Fia.
BRUCE SPRINGSTEEN - Born to run.
Góss - Vor við flóann.
Frumflutt
21. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.