Samfélagið

Félagsleg einangrun, Kennedy-skjölin og köld böð

Félagsleg einangrun er lýðheilsuvandi til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu, mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Og félagsleg einangrun er frekar algeng, talið er eitt af hverjum tíu ungmennum upplifi félagslega einangrun og um fjórðungur eldra fólks. En hverjar eru orsakirnar? Hvað er til ráða? Við ræðum við Líneyju Úlfarsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í félagslegri einangrun um þetta lýðheilsuvandamál og hvernig hægt rjúfa félagslega einangrun.

Og í seinni hluta þáttarins ætlum við ræða leyniskjöl, morð og samsæriskenningar. Nýverið lét Trump Bandaríkjaforseti birta talsvert af leynilegum gögnum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Það voru margir spenntir fyrir þessu og við ræðum þetta við Huldu Þórisdóttur sem er prófessor í stjórnmálasálfræði og hefur rannsakað sálfræði samsæriskenninga. Hún heldur líka úti hlaðvarpinu Skuggavaldið með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og þar hafa þau fjallað um Kennedy-fjölskylduna, sem stundum hefur verið kölluð konungsfjölskylda Bandaríkjanna.

Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins, sem ætlar segja okkur frá nýjustu rannsóknum um köld böð.

Frumflutt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,