Samfélagið

Iðnaðarúrgangi breytt í hönnun, ný barkarbjöllutegund ógnar ungplöntum, dökkar hliðar gervigreindarinnar

Árið 2024 umbreytti hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík 14,5 tonnum af iðnaðar- og neytendaúrgangi í verðmætar hönnunarvörur. Blómavasar, veggljós, bakkar og púðar voru búin til úr afgangssteini-, gleri og textíl sem annars hefði farið til spillis, endað í landfyllingu eða verið brennt með tilheyrandi umhverfiskostnaði. Við ræðum við Rögnu Söru Jónsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Fólk Reykjavík.

skordýr eru stöðugt skjóta upp kollinum hér á landi. Samfélagið hefur áður heimsótt skordýrafræðingana Brynju Hrafnkelsdóttur og Matthías Alfreðsson á Mógilsá - þar sem þau leggja gildrur og rannsaka landnám nýrra skordýra. Birkitré víða um land eru til dæmis í betra ástandi núna vegna landnáms sníkjuvespu sem er óvinur birkiþélunnar sem hefur leikið birkið grátt síðustu ár. Þau Matthías og Brynja hafa svo undanfarið ár fylgst með landnámi barkarbjöllutegundar, sem þau töldu saklausa í fyrstu - en annað hefur komið á daginn. Við heyrum allt það nýjasta úr heimi skordýranna.

Djúpfalsanir eru ein af dökku hliðum gervigreindar. Með aðstoð tækninnar er hægt falsa myndir og myndbönd á afar sannfærandi hátt. Stærstur hluti djúpfalsana er klám og helstu fórnarlömb djúpfalsana eru konur, ekki bara frægar konur heldur hver sem er sem á mynd af sér á netinu. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður og gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar á eftir og ræðir um gervigreind og kvenfyrirlitningu sem birtist í djúpfölsunum.

Tónlist í þættinum:

DOLLY PARTON - Coat Of Many Colours.

PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

Frumflutt

12. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,