Samfélagið

Litið um öxl með Jóni Björgvinssyni, nýárspistill um umhverfismál.

Hann hefur flutt okkur fréttir frá víglínunni í Úkraínu, frá hamfarasvæðum í Marokkó og Tyrklandi og þegar hann byrjar lýsa aðstæðum á íslensku, vopnaður hljóðnema merktum RÚV færast fjarlægir atburðir nær okkur. Við lítum í dag yfir farinn veg með Jóni Björgvinssyni, hann er frétta- og kvikmyndagerðarmaður, hefur lengi verið búsettur í Sviss og flytur okkur oft fréttir frá stríðs- og hamfarasvæðum. Á síðasta ári dvaldi hann meðal annars langdvölum í Úkraínu og flutti fréttir þaðan.

Við heyrum svo nýárspistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi. Hann veltir því upp hvort tilefni til bjartsýni eða svartsýni í umhverfismálum í upphafi árs og fjallar sérstaklega um hræringar tengdar réttindum dýra og lífríkis.

Frumflutt

4. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,