Samfélagið

Ímyndarkrísa endurskoðenda, matvendni og framtíðarfestival

Eru endurskoðendur leiðinlegir? Almenningur virðist minnsta kosti vera þeirrar skoðunar, ef marka nýja rannsókn Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík. Og þessi ímyndarkrísa endurskoðenda gæti haft alvarleg áhrif, þar sem nýliðun í faginu er lítil og of fáir endurskoðendur eru útskrifaðir til anna eftirspurn. Við ræðum við Valdimar Sigurðsson og Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðanda og framkvæmdastjóra félags löggiltra endurskoðenda, um ímynd endurskoðenda, hvað til ráða, og hvort innistæða fyrir því endurskoðendur séu taldir leiðinlegir.

En næstu vikur verðum við í samfélaginu með hugann við framtíðina. Í dag kynnum við viðtalsröð þar sem við fáum til okkar alls konar fólk til ræða um þeirra sýn á framtíðina. Þetta gerum við í samvinnu við Borgarbókasafnið, sem halda svokallað framtíðarfestival í lok mánaðar. Við fáum til okkar Dögg Sigmarsdóttur og Martynu Karólínu Daniel frá Borgarbókasafninu til ræða þetta.

Um fjórðungur barna er með einhvers konar matvendi eða takmarkað fæðuval. Margir foreldrar hafa talsverðar áhyggjur af matvendni barna sinna, enda fylgir matvendni oft mikil streita og álag. En af hverju eru sum börn matvönd og hvers vegna eldist það oftast af þeim. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, kínískan barna- og heilsusálfræðing og Önnu Sigríði Ólafsdóttur, prófessor í næringafræði um matvendni.

Frumflutt

14. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,