Málþing um inngildingu listnáms, snúbúabókmenntir og krukkuhefðir
Þær hindranir sem fatlað fólk mætir í námi á háskólastigi og leiðir til umbóta með áherslu á listnám er viðfangsefni málþings sem verður haldið á laugardaginn á vegum Listaháskóla Íslands. Við fáum til okkar í þáttinn Kristínu Eysteinsdóttur rektor LHÍ og Heklu Björk Hólmgeirsdóttur aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem stýrir málþinginu.
Fólk hefur lengi verið meðvitað um áskoranir þess að flytja til nýs lands og aðlagast framandi menningu en fólk þekkir síður þær áskoranir sem mæta fólki þegar það flytur aftur til heimalandsins og þarf að enduraðlagast samfélaginu þar. Karitas Hrundar Pálsdóttir gaf nýverið út bók sem fjallar um snúbúa-bókmenntir, það er skáldskap sem lýsir upplifun snúbúa—fólks sem hefur búið erlendis og flutt aftur til heimalandsins—af menningarsjokki og enduraðlögun. Karitas kíkir til okkar.
Maó Alheimsdóttir ætlar, í lok þáttar, að flytja okkur pistil um krukkuhefðir, um venjur að varðveita mat í krukkum og minningar tengdar því.
Umsjón þáttarins: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
Bombay Bicycle Club - Always Like This.
ÁSGEIR TRAUSTI - Afterglow.
ÖNNU JÓNU SON - Almost over you.
Frumflutt
30. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.