Samfélagið

Kynfræðsla í grunnskólum, landvarðanámskeið og málfarsspjall með Önnu Sigríði

Hvernig á grunnskólakennara til kenna kynfræðslu? Hvernig styðja betur við þá og gera kennsluna markvissari? Þetta rannsakaði Íris Valsdóttir í meistaraverkefni sínu í kennslufræðum. Íris hefur sjálf kennt á miðstigi í grunnskóla og þekkir óöryggi þegar kemur kynfræðslu og hvernig skuli bera sig af eigin raun. Í rannsókninni tók hún viðtöl við sjö skólastarfsmenn; umsjónarkennara, náttúrufræðikennara, íþróttakennara og skólahjúkrunarfræðing og í þessum viðtölum kom fram það skorti yfirsýn og samræmda nálgun, það beri enginn einn ábyrgð á kynfræðslunni, hún oft af skornum skammti og kennarar einir á báti þegar kemur því útfæra hana.

stendur yfir reglulegt námskeið á vegum Umhverfisstofnunar fyrir landverði en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum um allt land. Kristín Ósk Jónasdóttir hefur umsjón með landvarðanámskeiðum Umhverfisstofnunar og ræðir þau við okkur.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur, ræðir við okkur um íslenskt mál og gaurinn sem við grípum stundum til þegar við viljum lýsa einhverju sem við munum ekki hvað heitir, vitum ekki hvað heitir eða vantar einfaldlega orð á íslensku yfir.

Frumflutt

6. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,