Netglæpir, stórir verslunardagar og Kaffistofa Samhjálpar
Síðustu tveir mánuðir ársins eru tími stórra verslunardaga – og margir kætast yfir því – en á þessum tíma árs herja líka netþrjótar á einstaklinga og reyna að nýta sér kaupgleði og kæruleysi þeirra til að svíkja út úr þeim pening. Guðrún Valdís Jónsdóttir, forstöðumaður ráðgjafarsviðs hjá Syndis, ætlar að setjast hjá okkur í upphafi þáttar til að segja okkur meira um netglæpi á þessum tíma árs og hvernig skal forðast þá.
Kaffistofa Samhjálpar hefur verið í fréttum síðustu daga. Stofnunin missti nýlega húsnæði sitt til 20 ára í Borgartúni og til stendur að opna hana aftur í húsnæði á Grensásvegi. Starfsemin átti að hefjast á ný 1. desember, en framkvæmdir við húsnæðið hafa verið stöðvaðar í óákveðinn tíma á meðan grenndarkynning fer fram. Við fjöllum meira um það á næstunni – en fyrir ári síðan heimsóttum við í Samfélaginu kaffistofuna í Borgartúni til að fá innsýn inn í starfsemina og í ljósi umræðna um Kaffistofuna ætlum við að rifja upp þessa heimsókn. Bregðum okkur í Borgartúnið, þann 11. desember 2024.
Tónlist úr þættinum
Drake, Nick - River Man
Mulvey, Nick - Fever to the form
Frumflutt
25. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.