Samfélagið

Mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu, opnun Vesturbæjarlaugar 1961 og agnir í straumiðu

Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum. Hvaða áhrif hefur langtíma undirmönnun á gæði heilbrigðisþjónustu?

Steinunn Bergmann formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands komu til okkar í spjall og rýndu í stöðuna.

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV, fræðir okkur um sögu Vesturbæjarlaugar í Reykjavík. Laugin hefur nokkuð oft verið lokuð undanfarið vegna viðhalds og viðgerða. Í safni RÚV er finna upptökur frá því sagt var frá opnun laugarinnar í fréttum árið 1961.

Allt í kringum okkur eru agnir; ryk, veirur, frjókorn, sót. Þessar agnir hreyfast í lofti eða vatni - en hvernig? Björn Birnir, stærðfræðiprófessor og vísindamaður við Santa Barbara-háskóla í Kaliforníu, varpar í nýrri rannsókn ljósi á hvernig þessar agnir hreyfast í straumiðu. þekking getur haft mikla praktíska þýðingu, svo sem fyrir flugöryggi, gerð veðurspáa eða viðbrögð við smitsjúkdómum.

Tónlist þáttarins:

ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Íslenskt vögguljóð á hörpu.

STING - Fragile

Frumflutt

22. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,