Samfélagið

Tímamótastyrkur til að koma skikki á vatnsmálin, Refsiábyrgð ráðherra - er hún til? Leiðsögumaðurinn Vigdís Finnbogadóttir

Í dag fjöllum við um vatn eina dýrmætustu auðlind Íslands. Þekking okkar á ástandi vatns er takmörkuð og ásókn í það eykst stöðugt.

Umhverfis- og orkustofnun hlaut á dögunum 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu til koma betra skikki á vatnamál á Íslandi, fráveitukerfi Ísafjarðarbæjar og tjörnin í Reykjavík eru á meðal þess sem nýtur góðs af. Við ræðum þetta við Hólmfríði Þorsteinsdóttur sérfræðing hjá Umhverfis- og orkustofnun.

Hvernig höldum við ráðherrum ábyrgum ef þeir brjóta af sér í starfi? Tilheyra ráðherra elítuhópi sem verður aldrei sóttur til saka vegna brota í embætti? mati Hauks Loga Karlssonar, dósents í lögfræði við Háskólann á Birföst, er núverandi kerfi til halda ráðherrum ábyrgum ómarkvisst, og jafnvel ógagnlegt. Aðeins einu sinni hefur ráðherra verið sóttur til saka vegna meintra brota í embætti, sem endaði ekki betur en svo ferlið var kært til Mannréttindadómstóls Evrópu. Pétur Magnússon ræddi við Hauk Loga um refsiábyrgð ráðherra og hinn sérkennilega Landsdóm.

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, færir okkur gersemar úr safninu. þessu sinni rifjar hún leiðsögumannastörf Vigdísar Finnbogadóttur.

Tónlist í þættinum:

ÁSGEIR TRAUSTI - Lifandi Vatnið.

Bright Eyes - Shell games

Frumflutt

13. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,