Samfélagið

Vináttutengsl barna, notkun sýndarveruleika í rannsóknum og umhverfisáhrif íslenskra fæðukerfa

Sýn og reynsla barna af vináttu og lausn ágreiningsmála er efni nýrrar rannsóknar Maritar Davíðsdóttur, aðjúnkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og annars eiganda Gleðiskruddunnar, og Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur dósents. Styðjandi og traust vinatengsl barna draga úr einmanaleika og ýta undir félagsfærni. Aðstoð foreldra, og eldri systkina, við leysa úr ágreiningsmálum er mikilvæg.

Samfélagið hitti þær Marit og Eyrúnu og fékk heyra um þessa áhugaverðu rannsókn og niðurstöður hennar.

Páll Líndal sagði okkur frá því hvernig sýndarveruleiki nýtist í rannsóknum á tengslum fólks við umhverfi sitt.

Í lok þáttar ræddi Samfélagið við Ólaf Ögmundarson, dósent við matvæla-og næringafræðideild Háskóla Íslands, um stóra rannsókn á umhverfisáhrifum íslenskra fæðukerfa. Íslensk fæðukerfi og íslensk neyslumynstur voru skoðuð út frá umhverfislegri, efnahagslegri og samfélagslegri sjálfbærni.

Tónlist þáttarins:

LAY LOW - Gleðileg blóm

Frumflutt

23. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,