Samfélagið

Óskarsverðlaunin á Youtube 2029, stefna í áfengis- og vímuvarnarmálum og endurheimt vistkerfa

Nýlega var tilkynnt Óskarsverðlaunin árið 2029 verða sýnd á Youtube, vídeómiðli í eigu Google. Hvað segir það okkur um umhverfi fjölmiðla og kvikmynda einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins verði sýndur á miðlum tæknirisa? Við ætlum velta þessu fyrir okkur með Eyrúnu Magnúsdóttur, gervigreindarfréttaritara Samfélagsins, í upphafi þáttar.

Á miðvikudaginn voru niðurstöður starfshóps um stefnu í áfengis- og vímuvarnarmálum til ársins 2035 birtar til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda. Starfshópurinn hefur verið störfum í næstum því tvö ár, enda voru verkefni hans stór; kortleggja stöðu áfengis- og vímuefnamála á Íslandi og bregðast við stefnuleysi sem hefur ríkt í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, formaður starfshópsins, sest hjá okkur í dag og ræðir drögin.

Gömul stífla í ánni Melsá í Ytri-Hraundal á Mýrum í Borgarfirði var fjarlægð við lok síðasta árs. Markmiðið var endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska, og gera meðal annars sjóbirtingi kleift ganga upp ána. Fuglavernd stóð fyrir verkefninu í samstarfi við Land og skóg og Hafrannsóknastofnun. Við hringjum í Jóhannes Guðbrandsson frá Hafrannsóknastofnun við lok þáttar og fáum heyra af þessu.

Tónlist úr þættinum:

ASAP Rocky - Punk Rocky (Lyrics!).

Svavar Knútur Kristinsson - Soundtracks.

Eels - Novocaine for the soul.

Frumflutt

23. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,