Samfélagið

Hringvangur, símað til suðurskautslandsins, málfar og vísindaspjall

Í dag verður haldinn stofnfundur félagasamtakanna Hringvangs - en það er vettvangur fyrir samskipti um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði. Samtökin Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun koma þessum samtökum ásamt fleirum. Við ætlum forvitnast um Hringvang á eftir þegar þær setjast hjá okkur Áróra Árnadóttir hjá Grænni byggð og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Við hringjum langlínustímtal. Ekki alla leið á Suðurpólinn en langleiðina. Friðrik Rafnsson leiðsögumaður og þýðandi hefur undanfarnar tvær vikur verið á siglingu við suðurskautslandið og er núna staddur um borð í skipi sem kennt er við franska vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Friðrik hefur frætt farþega um Charcot og notið þess ferðast um þessar framandi slóðir.

Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar fjalla um nýjar rannsóknir á heilsufari og vegan mataræði.

Frumflutt

13. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,