Samfélagið

Gervi og ekta ferðamennska, Gervigreindarhæp, minningar ungbarna

Fyrir tæpum tíu árum gerði kanadíski popparinn Justin Bieber flak gamallar varnarliðsvélar sem nauðlenti á Sólheimasandi fyrir tæpum fimmtíu árum heimsfrægt. Enn sér ekki fyrir endann á vinsældum þess. Landeigendur hafa gripið gæsina og rukkað fyrir bílastæði en standa þeir á ákveðnum tímamótum. Flakið er orðið ansi veðrað og það vakti athygli í vikunni þegar fréttastofa stöðvar 2 greindi frá því landeigendur hefðu fjárfest í nýrri flugvél, keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Út frá þessu hafa spunnist líflegar umræður innan ferðaþjónustunnar - stendur til skipta flakinu út? Væri það eðlilegt viðhald ferðamannastaðar eða disney-væðing? Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri Katla DMI og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ræðir við okkur um þetta.

Og síðan ætlum við fjalla um gervigreind. Í síðustu viku fórum við á ráðstefnu um gervigreind og lögfræði. Við sögðum frá því síðasta fimmtudag, en þar fengum við í viðtal til okkar Doktor Katie Nolan, sem er fræðimaður við Tækniháskólann í Dublin. Hún gerði svokallað gervigreindarhæp umfjöllunarefni sínu (gervigreindarskrum, gervigreindaræði), og við vildum vita meira. Heyrum í Katie Nolan við miðbik þáttar.

Edda Olgudóttir, vísindamiðlari þáttarins, kemur í heimsókn, eins og venjulega á miðvikudögum. Við ræðum við hana um hvernig ungbörn mynda minningar.

Tónlist og stef:

JUSTIN BIEBER - Peaches.

JAMES VINCENT MCMORROW - I Should Go (ft. Kenny Beats).

EMILÍANA TORRINI - Today I Sing The Blues.

Frumflutt

26. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,