Samfélagið

Áhrifavaldar barna, lífið í Róm og góða veðrið

Í gær var haldinn fræðslufundur fyrir foreldra þar sem kafað var ofan í heim snallsíma og samfélagsmiðla. Fundurinn bar heitið þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? og snerti meðal annars á áhyggjum sem hafa vaknað nýlega um samfélagsmiðlanotkun barna ekki síst í kjölfar Netflix-þáttanna Adolescence. Nokkur hundruð manns mættu á fundinn, og í dag fáum við til okkar tvö þeirra sem stóðu fyrir honum, Daðeyju Albertsdóttur, sálfræðing hjá Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð og Skúla Braga Geirdal sviðsstjóra Saft Netöryggismiðstöðvar Íslands.

Besta leiðin til njóta lífsins í Róm kostar ekki neitt. Þetta segir Ingólfur Níels Árnason sem býr og starfar í Róm en Samfélagið hitti hann þar fyrir skömmu, rétt áður en Frans páfi lést á annan dag páska.

Hann segir ein mesta áskorunin við samlagast ítölsku samfélagi hafi verið skólaganga barnanna hans og segir Rómverja vera með kolsvartan húmor sem Íslendingar geti tengt vel við.

Og í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Jovanotti - Ciao mamma

Cos´é bonetti - Lucio Dalla

Il paradiso della vita - La ragazza 77

Frumflutt

29. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,