Samfélagið

Heimsókn í höfuðstöðvar Orkuveitunnar, Sjálfbærniráðstefna Festu, dýraspjall

Við heimsækjum höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hafa sem kunnugt er staðið yfir mjög umfangsmiklar framkvæmdir vegna alvarlegs galla í húsinu og skemmda vegna leka. Einn möguleiki var hreinlega rífa húsið en ákveðið var ráðast í fjarlægja útveggi hússins, rétta það af og endurbyggja veggina. eru þessar framkvæmdir í fullum gangi og stefnt því taka húsið í notkun í byrjun næsta árs.

Festa, miðstöð um sjálfbærni, hélt í gær stóra ráðstefnu, sem bar yfirskriftina við skrifum mannkynssöguna. Þar ræddu fulltrúar fyrirtækja um sjálfbærni og áskoranir henni tengdar. Sandrine Dixson Decleve, forseti Rómarklúbbsins, félagasamtaka sem hafa frá árinu 1968 krufið heimsmálin, ávarpaði ráðstefnuna og sagði hagvöxt ekki þjóna mannkyninu og hagkerfi sem tryggði ríkasta eina prósentinu nær tvöfalt meira en öllum hinum væri slæmt fyrir atvinnulífið og samfélagið. Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu verður á línunni hjá okkur, og ræðir ráðstefnuna hér á eftir.

Dýraspjall með Veru Illugadóttur. Rottusjálfur.

Tónlist:

Svavar Knútur - Janúar.

THE POLICE - De do do do, de da da da.

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,