Samfélagið

Kolsýrður sjór, ofþyngd, málfarsmínúta og Eilífðin

Carbfix hóf nýverið tilraunir á niðurdælingu á koltvísýringi með sjó, meðal annars í samstarfi við svissneska aðila. En aðferð Carbfix og niðurdæling við Hellisheiðarvirkjun hefur vakið heimsathygli. Þessar tilraunir fara núna fram við Helguvík á Reykjanesi. Við ætlum forvitnast um þessar tilraunir með Ólafi Teiti Guðnasyni upplýsingafulltrúa Carbfix og Einari Magnúsi Einarssyni verkefnisstjóra.

Við tölum líka við Rafn Benediktsson yfirlækni á innkirtladeild Landspítalans í framhaldi af fréttum nýverið um mann sem var neitað um sjúkraflug vegna þyngdar.

Við fáum eina málfarsmínútu og svo kemur Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV til okkar með mjög áhugaverða upptöku úr safninu.

Frumflutt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,