Samfélagið

Vísindaleg nýsköpun og heimsókn í háleynilegt seðlaver

Í dag pælum við í hugtakinu „vísindaleg nýsköpun“. Hvað er það? Hvernig fer svoleiðis nýsköpun fram? Og hvernig stöndum við okkur hér á landi í hagnýta vísindi? Einar Mantyla, sem hefur starfað á þessu sviði um árabil, segir Ísland tuttugu árum eftir á. En hvers vegna? Hvað er til ráða? Við ræðum við Einar hér á eftir um vísindalega nýsköpun.

Bankarnir reka saman seðlaver á háleynilegum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar er höndlað með háar fjárhæðir og sérhæfðan vélbúnað, peningar taldir og þeir svo sendir aftur út í hringrásina. Við undirrituðum trúnaðaryfirlýsingu og fengum taka út starfsemina á þessum leyndardómsfulla vinnustað sem minnir örlítið á peningahirslur Jóakims aðalandar. Þetta er endurflutt innslag frá því í september 2023.

Frumflutt

18. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,