Samfélagið

Gervigreind í tónlist, kannabis til lækninga og dagur jarðar

Á morgun verða mót tónlistar og gervigreindar rannsökuð í Salnum í Kópavogi, þegar Þórhallur Magnússon, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands og prófessor í tónlist við Háskólann í Sussex verður með erindi í viðburðarröð sem heitir Menning á miðvikudögum í Kópavogi. Á viðburðinum fer hann yfir sögu gervigreindar í tónlist og fer yfir helstu uppgötvanir og þróanir á þessu sviði og hann ætlar kíkja við hjá okkur í dag og spjalla um samband gervigreindar og tónlistar.

Notkun kannabisefna í lækningaskyni er umræða sem skýtur upp kollinum af og til og hvort leyfa beri slíka notkun. Reyndar eru tvö lyf sem innihalda kannabis þegar í notkun hér á landi, sögn Steinunnar Þórðardóttur formanns Læknafélags Íslands. Hún segir efnið dugi fyrst og fremst til minnka ýmis einkenni og verki, en síður til lækninga - en varast skuli slá það út af borðinu. Mikil gróska er í kannabisrannsóknum, meðal annars er verið rannsaka áhrif kannabis á fólk með alzheimer. Við ræðum þetta við Steinunni í dag.

Við fáum heyra pistil frá Esther Jónsdóttur umhverfisstjórnmálafræðingi og pistlahöfundi Samfélagsins.

Og undir lok þáttar endurflytjum við viðtal við Önnu Soffíu Víkingsdóttur, doktor í félagsfræði, um rannsóknir hennar á ofbeldismenningu í íþróttum.

Tónlist í þættinum í dag:

LÚPÍNA - Lúpínu bossa nova.

Bon Iver - S P E Y S I DE.

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,