Gervigreind fyrir lögfræðinga, sagan í Fossvogskirkjugarði, hnitmiðað viðtal um sveitina
Síðustu mánuði höfum við í Samfélaginu fjallað talsvert um mót lögfræði og gervigreindar og þá helst heyrt hvað lögfræðingar segja um gervigreind og gervigreindarlöggjöf. Í dag nálgumst við þessi viðfangsefni úr aðeins annarri átt – og kynnum okkur gervigreindartól fyrir lögfræðinga. Jónsbók er nýtt tól sem gæti haft talsverð áhrif á störf lögfræðinga og nám lögfræðinema. Við fáum til okkar Thelmu Christel Kristjánsdóttur frá gervigreindarfyrirtækinu Jónsbók til að segja okkur meira.
Í Fossvogskirkjugarði er að finna einn stærsta skóg borgarinnar en þar er líka sagan á hverju strái. Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur byrjaði að vinna þar fyrir um ári síðan við garðrækt en fór fljótlega að komast að ýmsum sögum um þau sem þar hvíla. Við röltum um garðinn með Bryndísi.
Og í lok þáttar kíkir Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, í heimsókn og segir okkur frá áhugaverðu og gríðarlega hnitmiðuðu viðtali úr safni RÚV.
Tónlist út þættinum:
Mitchell, Joni - This Flight Tonight.
Bjarni Björnsson - Bílavísur.
Bryan, Zach, Bon Iver - Boys Of Faith (Explicit).
Frumflutt
19. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.