Gervigreind heimsk eða hjálpleg? Rúntað um Reykholt og heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands
Á hvaða sviðum er gervigreindin gagnleg og á hvaða hátt er hún heimsk? Á dögunum hélt einn helsti gervigreindarsérfræðingur Norðurlandanna, Serge Belongie, prófessor í tölvunarfræði við Kaupmannarhafnarháskóla og forstöðumaður Pioneer-stofnunarinnar um gervigreind, fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Markmið hans var að svipta hulunni af meintum töfrum gervigreindarinnar og hvetja til Norræns samstarfs í þróun hennar. Pétur Magnússon ræddi við Serge um heimsku gervigreindarinnar, valdaójafnvægi í þróun tækninnar og framtíð gervigreindar á Norðurlöndunum.
Við förum á rúntinn í Reykholti í Biskupstungum með Helga Kjartanssyni, oddvita sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Þar um slóðir boruðu menn sig nýlega niður á sjóðheitt vatn í miklu magni, sem er mikil búbót fyrir samfélagið. Við ræðum við hann um þennan happafund og þorpið Reykholt sem stækkar ört með tilheyrandi vaxtarverkjum.
Við förum svo í heimsókn á Þjóðskjalasafn Íslands og hittum fyrir Hans Hreinsson, skjalavörð. Þar koma bæði Zeppelin loftskip og skipaverkfræði við sögu.
Tónlist í þættinum:
TRAVIS - Selfish Jean
ÁSGEIR TRAUSTI - Öldurótið
Frumflutt
17. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.