• 00:02:39Hundrað ferðir á Fálkafell
  • 00:30:10Markmiðin á COP 29
  • 00:40:19Málfarsmínúta
  • 00:42:20Alþingiskosningar 1949

Samfélagið

100 ferðir á Fálkafell, COP29 í Bakú, Alþingiskosningar 1949

Fálkafell er gamall skátaskáli ofan Akureyrar. Skátaflokkurinn Fálkar reisti skálann árið 1932 og hann er alla jafna læstur nema skátarnir séu eitthvað brasa þar - en vinsældir hans hafa stóraukist á árinu, allavega vinsældir gönguleiðarinnar þangað. Á hverjum degi gengur fjöldi fólks frá bílastæði við Súluveg upp nokkuð brattan vegslóða sem liggur skálanum. Svo virðist sem auknar vinsældir leiðarinnar megi rekja til þeirra Heiðrúnar Jóhannsdóttur og Halldóru Magnúsdóttur sem í byrjun árs ákváðu fara fimmtíu ferðir á fellið en stefna á hundrað - og halda utan um Fálkafells-samfélagið á Facebook-síðunni: 100 ferðir á Fálkafell.

Hversu mikið fjármagn eiga þróuð ríki veita þróunarríkjum til draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna gegn skaðlegum afleiðingum hamfarahlýnunar. Þetta er meðal þess sem er rætt á COP-loftslagsráðstefnunni í Bakú í Aserbaídjan þessa dagana og Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er þar fylgjast með. Þorgerður María hefur verið með regluleg innslög í þáttinn síðustu vikur og í dag heyrum við tíunda innslag Þorgerðar í Samfélagið.

Og við rifjum síðan upp kosningaumfjöllun frá því um miðbik tuttugustu aldar, ásamt Helgu Láru Þorsteinsdóttur, safnstjóra RÚV, og heyrum hvað hefur breyst í íslenskum stjórnmálum síðan, og hvað hefur haldist óbreytt.

Tónlist og stef í þættinum:

MITSKI - Bug Like an Angel.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

JAMES BLAKE - The Wilhelm Scream (spilar á Sónar 2013).

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Davis, Miles - Honky Tonk.

Frumflutt

18. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,