• 00:02:39Geoffrey Hinton, Sam Altman og gervigreind
  • 00:26:19Snjóflóð af mannavöldum
  • 00:48:31Meira um ritskoðun barnabóka

Samfélagið

Nóbelsverðalaunahafi gagnrýnir gervigreindarfrömuð, snjóflóð af mannavöldum, meira um ritskoðun barnabóka

Í dag fjöllum við um gervigreind. Við fáum til okkar Eyrúnu Magnúsdóttur, umsjónarmann þáttanna Vélvitið, sem voru á dagskrá hér á Rás 1 snemma árs. Hún verður með okkur um það bil aðra hvora viku til fjalla um gervigreind, og við byrjum í dag með umfjöllun um nóbelsverðlaunahafann Geoffrey Hinton og Sam Altman, framkvæmdarstjóra gervigreindarfyrirtækisins Open AI

Síðan ætlum við fjalla um snjóflóð, þá helst snjóflóð af mannavöldum. Það var þemað á snjóflóðaráðstefnu sem haldin er í dag. Ég kíkti í heimsókn og ræddi við snjóflóðaspekúlanta, vísindafólk og fólk sem hefur sjálft lent í og komið af stað snjóflóði.

Í gær fjallaði Samfélagið um ritskoðun barnabóka - þessi ritskoðun er íþyngjandi hugræn byrði fyrir foreldra en samt útbreidd á íslenskum heimilum, einkum þegar kemur bókum fyrir yngstu börnin þar sem kyni persóna eða söguframvindu er breytt eða orð sem talin eru óviðeigandi tekin út. Í dag heyrum við sýn Drafnar Vilhjálmsdóttur, bókasafnsfræðings í Seljaskóla í Reykjavík. Hún er ekki á því ritskoða eigi bækur ætlaðar börnum á grunnskólaaldri.

Tónlist:

ELIS REGINA & ANTONIO CARLOS JOBIM - Aguas de Marco.

Moses Hightower - Fjallaloft.

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,