Samfélagið

Ungir frumkvöðlar, kíkt í gamla kassa hjá Landvernd, málfar og rafræn skjalavarsla á Þjóðskjalasafninu

Fyrir helgi var Netaprent, fyrirtæki í eigu fjögurra Verslunarskólanema, valið fyrirtæki ársins í fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla JA Iceland. Þetta fyrirtæki, Netaprent, framleiðir þrívíddarprentefni úr notuðum fiskinetum og var eitt þeirra 30 fyrirtækja frá 15 framhaldsskólum sem komust í úrslit og mun taka þátt í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fer fram á Sikiley í sumar. Við forvitnumst um Unga frumkvöðla og Netaprent hér á eftir - tölum við Petru Bragadóttur,framkvæmdastjóra Ungra frumkvöðla, og tvo úr hópnum sem stendur baki fyrirtækis ársins, þá Andra Clausen og Erik Gerritsen.

Við mælum okkur mót við Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, formann Landverndar, samtökin standa í flutningum og enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur. Saga félagsins spannar rúma hálfa öld og starfsfólk fann við undirbúning flutninganna fjölda kassa með áhugaverðum skjölum - við kíkjum í einn slíkan og ræðum við Þorgerði um áherslur umhverfisverndarhreyfingarinnar fyrr og nú.

Við heyrum málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur málfarsráðunautar og í lok þáttar heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands og fræðumst um rafræna skjalavörslu, þar tekur Haukur Kristófer Bragason á móti okkur.

Tónlist:

ELVIS COSTELLO & THE ATTRACTIONS - Good Year For The Roses.

Frumflutt

6. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,