• 00:07:12Gervigreind og almenn störf
  • 00:29:06Veðrið
  • 00:48:14Handbók loftslagsaktivistans

Samfélagið

Hvernig getur gervigreindin létt undir á vinnustöðum, Veðrið á Seyðisfirði - „eins og tveir heimar“, handbók loftslagsaktivistans.

Við ætlum tala um gervigreind og þá sérstaklega Chat GPT. Þessi tækni sem á íslensku hefur verið kölluð spunagreind, er á fleygiferð og er aðgengileg öllum sem vilja. En hvernig getur almenningur nýtt sér þetta tól sem best í daglegum störfum? Er það þegar gerast hér á landi og ættu t.d. vinnustaðir tileinka sér chatGPT þegar og þjálfa starfsfólk sitt í nota þessa tækni? Og hversu víða nýtist þessi tækni? Við kennslu í grunnskólum? Við almenn skrifstofustörf? Hjá ríkisstofnunum? Fjölmiðlum? Í heilbrigðiskerfinu? Sverrir Heiðar Davíðsson hugbúnaðarverkfræðingur og sérfræðingur í gervigreind hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun um hagnýtar gervigreindarlausnir og starfar sem leiðtogi í hagnýtingu gervigreindar hjá Orkuveitunni. Hann ætlar ræða við okkur.

Mikil snjóþyngsli, snjóflóðahætta og rýmingar hafa undanfarnar vikur haft áhrif á líf fólks á Norður- og Austurlandi. Við ræðum við Hildi Þórisdóttur, oddvita Austurlistans í Múlaþingi, hún býr á Seyðisfirði og óttast bærinn breytist hreinlega í sumarhúsabyggð verði ekki ráðist í grafa göng undir Fjarðarheiði á næstu árum. Marsmánuður var mildur á höfuðborgarsvæðinu en Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, telur veturinn enn ekki búinn fyrir norðan og austan.

Á morgun kemur út handbók loftslagsaktivistans, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, ræðir hana við okkur, hverjar eru birtingarmyndir loftslagsaðgerða hér og hvernig verður fólk (betri) loftslagsaktivistum.

Tónlist:

GEORGE MICHAEL & ELTON JOHN - Don't Let The Sun Go Down On Me.

FRANK SINATRA - I've Got You Under My Skin.

KÁRI - Into The Blue.

BUDDY HOLLY - That'll Be The Day.

Frumflutt

11. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,