Samfélagið

Framtíð Náttúruminjasafns Íslands, kostnaður við fermingar, málsháttaspjall

Það hefur lengi verið beðið eftir Náttúruminjasafn Íslands komist í sómasamlegt húsnæði og ýmis áform verið uppi. Núna er sýning safnsins Vatnið í náttúru Íslands hýst í Perlunni. Undanfarið hafa svo verið lögð drög því safnið fái hús á Seltjarnarnesi sem var byggt undir lækningaminjasafn með möguleika á stækkun og vonast var til húsið væri tilbúið seinna á þessu ári. Í Morgunblaðinu í gær var svo sagt frá því í bæjarstjórn Seltjarnarness hefði komið fram það myndi ekki gerast fyrr en vorið 2026. Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins virtist yfir sig hissa á þessum tíðindum í viðtali um málið. Hann ræðir við okkur.

Sálmabók, salur, áletraðar servíettur, fermingarföt, fermingargreiðsla, fermingarterta, jafnvel nammibar og myndakassi til taka sjálfur - og ekki gleyma fermingargjöfinni. Kostnaður við fermingar hleypur á mörg hundruð þúsundum - hvernig tekst tekjulágt fólk á við það? Við ræðum ferminguna sem stöðutákn við Laufeyju Líndal Ólafsdóttur, formann Pepp sem er grasrót fólks í fátækt á Íslandi.

Páskar eru handan við hornið og hillur verslana svigna undan páskaeggjum af ýmsum stærðum og gerðum. Og í flestum þeirra leynast málshættir - sem mörgum finnst reyndar vera meira spennandi en nammið í eggjunum. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ræðir við okkur um málshætti.

Tónlist:

Hljómsveit Ingimars Eydal - Bara hann hangi þurr.

MUGISON - Góðan dag.

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,