Samfélagið

Síberíu-Blesi og heimkynni kuldans, fjarskiptaöryggi, málfar og nýjar dýrategundir

Það er kalt úti, hörkufrost víða um land og búið vera í nokkra daga. Hvaðan kemur kuldinn sem nístir inn beini, á kuldaboli sér ákveðin heimkynni? Hvaða veðrakerfi eru það sem stjórna öllu hér um þessar mundir? Trausti Jónsson, veðurfræðingur og áhugamaður um veður, ræðir við okkur um uppruna kuldans og þá félaga Síberíu-Blesa og Stóra-Bola sem eru miklir örlagavaldar í lífi okkar.

Við tölum um öryggi fjarskipta. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt hefja samningaviðræður við íslensk stjórnvöld um aðkomu þeirra nýju öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Ísland er sem kunnugt er háð fjarskiptum um sæstrengina þrjá: Danice, Farice og Iris, auk þess sem minna notaður strengur liggur til vesturs um Grænland. Það væri því afar erfitt halda sambandi við umheiminn ef þessir strengir dyttu út - t.d. vegna skemmdarverka eða alvarlegra bilana. Við ræðum þessi mál við Guðmund Arnar Sigmundsson forstöðumann netöryggissveitar Fjarskiptastofu.

Málfarsmínúta - spjall og spjöll.

Dýraspjall með Veru Illugadóttur - nýjar tegundir sem fundust árið 2023.

Tónlist:

NÝDÖNSK - Alla tíð.

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,