Samfélagið

Efsta hillan í ísskápnum, plastmengun í norðri, umhverfispistill

Leikhópurinn Kriðpleir stóð fyrir áhugaverðri vinnustofu um síðustu helgi undir yfirskriftinni Efsta hillan. Þátttakendur vinnustofunnar voru beðnir um taka með sér fjórar krukkur eða sósutúbur sem hefðu dagað uppi í ísskápnum. Fortíð og uppruni krukknanna voru rannsökuð, og leitast við skapa kringumstæður sem miðla sögu þeirra. Ragnar Ísleifur Bragason ætlar kafa í krukkurnar með okkur á eftir.

stendur yfir alþjóðleg ráðstefna í Hörpu um plastmengun á norðurslóðum á vegum utanríkisráðuneytisins í samvinnu við matvælaráðuneytið og umhverfis- orku og loftlagsráðuneytið. Ein þeirra sem þar talaði er Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. Hennar erindi fjallaði um örplast í kræklingi. Hún sest hjá okkur á eftir og ræðir við okkur um örplast.

Umhverfispistill frá ungum umhverfissinna; Báru Örk Melsted.

Frumflutt

23. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,