Samfélagið

Matarsóun verslana, minjar tengdar herspítala og styttan af Leifi

Hvað geta verslanir gert til minnka matarsóun? Fer mikið til spillis - við förum í hálfgerða eftirlitsferð í verslun Bónus við Skútuvog í Reykjavík og hittum þar Baldur Ólafsson, markaðsstjóra.

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar. Brynjar sagði okkur frá ýmsum munum á föstudag og ætlum við heyra seinni hluta þess viðtals, þar sem meðal annars er fjallað um muni sem fundist hafa á Hrafnagili þar sem var stór herspítali; til dæmis naglabandaolíu, varalit og bollastell.

Við heimsækjum líka Þjóðskjalasafn Íslands eins og svo oft á mánudögum. þessu sinni ætlum við skoða bréfaskipti frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar vegna styttunnar af Leifi Eiríkssyni heppna. Indriði Svavar Sigurðsson, skjalavörður ætlar sýna okkur bréfin og rekja fyrir okkur söguna.

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,