Samfélagið

Tímavél til 24. október 1975, ferðasumarið 2023 og sindraskel.

Við bregðum okkur í tímavél, rifjum upp Kvennafrídaginn árið 1975 og ræðum við tvær konur sem eiga ljóslifandi minningar frá þessum degi. Önnur var í vinnubúðum uppi í sveit, hin stóð á sviðinu á Lækjartorgi.

Ferðasumarið 2023. Ferðamálastofa tók saman ýmis gögn og upplýsingar sem tengjast komu og veru erlendra ferðamanna hér á landi. Oddný Þóra Óladóttir sérfræðingur hjá Ferðamálastofu er með þessar tölur í kollinum.

Sindraskel er og hugsanlega ágeng tegund við Ísland, eins og hnífur í laginu. Sindri Gíslason líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands mætir til okkar með skel til sýna okkur og segja frá.

Frumflutt

20. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,