Samfélagið

Umbyltingar þörf í loftslagsmálum, bruni á Funahöfða og vísindaspjall

Í morgun kom út fjórða skýrsla Vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Þar segir meðal annars skýrslan staðfesti, svo ekki verður um villst, loftslagsbreytingar séu byrjaðar breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Það þurfi umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna í hér á landi og draga þurfi úr losun eins hratt og unnt er. Við ætlum ræða við tvo höfunda þessarar skýrslu; Önnu Huldu Ólafsdóttur og Gígju Gunnarsdóttur.

Á mánudag lést maður í eldsvoða á Funahöfða 7, við kynnum okkur fortíð þessa atvinnuhúsnæðis þar sem lengi hefur verið herbergjaleiga og heyrum í Aðalheiði Jónsdóttur, verkefnastjóra neyðarvarna hjá Rauða krossinum, um sálrænan stuðning við fólk sem lendir í svona áfalli.

Edda Olgudóttir ræðir nýjar rannsóknir á meðferð við heyrnarskerðingu í vísindaspjalli.

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,